Um pláss
Edda Ívarsdóttir er borgarhönnuður með meistaragráðu í Sustainable Urban Design frá Arkitektaskólanum í Lundi. Markmið Pláss er að bæta borgar- og bæjarumhverfi, með sérstöku tilliti til sjálfbærni, umhverfisverndar og bætts lífsgæða íbúa.
Edda starfaði sem deildarstjóri borgarhönnunar hjá Reykjavíkurborg á árunum 2017 til 2024, þar sem hún hefur leitt nokkur af stærstu umbreytingarverkefnum borgarinnar. Þar að auki hefur hún einnig sinnt kennslu í umhverfisskipulagi, borgarhönnun og Landslagsarkitektúr við Landbúnaðarháskóla Íslands (2015-2017) og Arkitektaskólann í Lundi (2013-2015), þar sem hún miðlaði af reynslu sinni til framtíðarhönnuða og skipulagsfræðinga.
Á ferli sínum hefur Edda tekið virkan þátt í að hanna og móta lykilsvæði í Reykjavík, þar á meðal:
Hlemmtorg
Óðinstorg
Tryggvagata
Forhönnun Lækjartorgs og Austurstrætis
Frumdrög Borgarlínu